Investa er sprotafjárfestir

Investa er fjárfestingafélag sem fjárfestir í íslenskum sprotafyrirtækjum sem eiga góða möguleika á að hasla sér völl erlendis. Við fjárfestum einkum í fyrirtækjum í tækni- og hugbúnaðargeiranum, eða félögum sem eru að nýta sér tækni á nýstárlegan hátt til að skapa sér sérstöðu á markaði.
Okkar stefna er að fjárfesta í fáum, vel völdum sprotafyrirtækjum og verja miklum tíma með þeim. Auk þess að fjárfesta í sprotafyrirtækjum veitum við stundum ráðgjafarþjónustu til fyrirtækja, fjárfesta og annarra aðila sem þurfa á aðstoð að halda við að meta ný tækifæri.
Við höfum áralanga reynslu af því að þróa, markaðssetja og selja tæknilausnir á alþjóðamarkaði og vinnum náið með þeim félögum sem við fjárfestum í til að hjálpa þeim að ná árangri. Í sumum tilfellum komum við með virkum hætti að daglegum rekstri þeirra félaga sem við höfum fjárfest í.