Gunnlaugur Þór Briem

Gunnlaugur var tæknistjóri DataMarket fram að sölu þess árið 2014, og er núna hugbúnaðararkitekt hjá kaupandanum, hugbúnaðarfyrirtækinu Qlik. Hann byrjaði að fást við hugbúnaðargerð árið 1996, í árdaga OZ, og síðar hjá sprotafyrirtækinu Dímon, Landsbankanum, DataMarket, og nú Qlik.

gulli@investa.is

Hilmar Gunnarsson

Hilmar er stofnandi og framkvæmdastjóri Arkio. Hann stofnaði Modio sem var keypt af Autodesk haustið 2014. Hann starfaði um árabil hjá OZ á Íslandi og í Kanada og stýrði m.a. sölu- og markaðsstarfi félagsins jafnframt því að leiða söluferlið fyrir hönd OZ þegar félagið var selt til Nokia árið 2008. Hilmar hefur síðustu árin verið virkur fjárfestir í ýmsum sprotafyrirtækjum.

hilmar@investa.is

Jóhann Friðgeir Haraldsson

Jonni var einn af framkvæmdastjórum Flögu og starfaði síðar hjá einum afleggjara þess, FusionHealth í Bandaríkjunum. Hann stýrði einnig vörustjórnun hjá Actavis hf í nokkur ár og var hjá Íslandsbanka 2014-2019 þar sem hann leiddi stafræna sókn bankans.

jonni@investa.is

Haraldur Þorkelsson

Halli starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu OZ frá árinu 1996 og vann þar náið með mörgum af stærstu tæknifyrirtækjum heims við að þróa ýmsar samskiptalausnir. Hann stýrði vöruþróun OZ allt þar til félagið var selt til Nokia. Halli starfaði fyrir Nokia til ársins 2010 og tók m.a. virkan þátt í stefnumótun með stjórn Nokia.

halli@investa.is

Hjálmar Gíslason

Hjálmar er stofnandi og framkvæmdastjóri Grid. Hann var stofnandi og framkvæmdastjóri gagnalausnafyrirtækisins DataMarket, og leiddi þróun gagnalausna hjá Qlik eftir kaup þess á DataMarket árið 2014. Hjálmar hefur áður komið að uppbyggingu allmargra nýsköpunarfyrirtækja, þar á meðal Spurl, Maskínu, Lon&Don og Já - upplýsingaveitna.

hjalli@investa.is

Jói Sigurðsson

Jói er stofnandi sprotafyrirtækisins CrankWheel. Hann starfaði sem tæknilegur leiðtogi hjá Google í tæp 10 ár, í verkefnum með tugi eða hundruði milljóna notenda eins og Google Desktop og Chrome. Fyrir þá tíð kom Jói að nokkrum sprotafyrirtækjum hérlendis og erlendis.

joi@investa.is